Ferð á Landsleik
Hæ, við ætlum að fjölmenna á leik Íslands á laugardaginn en þá leikur Íslenska kvennalandsliðið afar mikilvægan leik gegn N-Írlandi nk. laugardag kl. 16:15 á Laugardalsvelli. Með sigri í leiknum tryggir liðið sé a.m.k. leik í umspili um sæti í lokakeppni EM 2013.
Ég mun sækja 40 miða fyrir stelpurnar og 8 fullorðinsmiða. Væri gott að fá staðfestingu á hverjar komast á laugardaginn og einnig ef þið komist með. 8 fyrstu foreldrarnir til að senda mér póst fá miða.
Við ætlum svo að hittast fyrir utan Laugardalsvöll, hjá styttunni af Alberti Guðmunds kl. 15:45 á laugardaginn
Síðasta æfingin á þessu tímabili er á morgun miðvikudag kl. 15:30
Lokaslúttið okkar er svo þriðjudaginn 18. september. Mæting 16:15 á Fylkisvöll klæddar eftir veðri og er áætlað að dagskráin endi um kl. 19:30.