Fylkir 5. flokkur kvenna

Enn eitt Blogg.is bloggið

Könnun fyrir foreldra

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Árleg viðhorfskönnun Barna- og unglingaráðs knattspyrnunnar í Fylki (BUR) er hafin.  Hún er nú lögð fyrir ykkur í þriðja sinn og hefur reynst okkur mjög mikilvægur mælikvarði á hvernig hægt er að bæta starfið í fótboltaiðkun krakkanna okkar.  Miðað er við að svarað sé fyrir hvern iðkanda, svo þær fjölskyldur sem eiga fleiri en einn iðkanda geta svarað oftar en einu sinni.

 

Könnunin er stutt og tekur innan við fimm mínútur að svara spurningunum.  Hún verður opin í viku, til 11. júní n.k., og er hana að finna HÉR.

 

Með fyrirfram þökkum fyrir þátttökuna.

 

Fylkiskveðja,

BUREngin ummæli við „Könnun fyrir foreldra“

Lokað er fyrir ummæli.